Útboð – Högnastígur Gatnagerð – 2015

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Útboðsauglýsing    Högnastígur gatnagerð – 2015    

Verkið felur í sér jarðvegsskipti og uppbyggingu á götunni Högnastíg og götu upp að Högnastöðum. Að hluta til er um að ræða eldri malargötu sem skal jarðvegsskipta og endurnýja allar lagnir í og að hluta til ný gata.

Tilboðum skal skilað til Eflu Suðurlandi, Austurvegi 1-5, Selfossi fyrir kl.11.00 föstudaginn 23. janúar 2015, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.  Sjá nánar í auglýsingu.

Útboðsauglýsing-Högnastígur Flúðum