Úthlutun lóða við Fannborgartanga, Flúðum

evaadmin Nýjar fréttir

Á fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2023 mun eftirfarandi lóðum við Fannborgartanga  verða úthlutað:

                                                                                                                                                           Stærð lóðar í m2

Fannborgartangi 2-4 parhús 1.115
Fannborgartangi 6-8 parhús 1.294
Fannborgartangi 10-12 parhús 1.198
Fannborgartangi 14-16 parhús 961
Fannborgartangi 1-7 raðhús  (4 íb) 2.019
Fannborgartangi 9-15 raðhús  (4 íb) 2.077
Fannborgartangi 17-21 raðhús  (3 íb) 2.132
Fannborgartangi 23-27 raðhús  (3 íb) 2.107
Fannborgartangi 18 einbýli 900
Fannborgartangi 20 einbýli 900
Fannborgartangi 22 einbýli 900

Við úthlutun verður farið eftir reglum Hrunamannahrepps um úthlutun lóða.  Berist fleiri en ein gild umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda.

Vakin er athygli á að lóðirnar verða byggingarhæfar í júní næstkomandi.    Umsóknir skulu berast fyrir 30. janúar 2023 en dregið verður á milli umsækjenda á fundi sveitarstjórnar 2. febrúar. Nánari upplýsingar um lóðir, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Hrunamannahrepps  og hjá sveitarstjóra í síma 480-6600 eða tölvupósti á  hruni@fludir.is

Reglur um lóðaúthlutun

Sveitarstjóri