Vegagerðarátak inn á afrétti

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Landbúnaðarnefnd Hrunamannahrepps ætlar að standa fyrir vegagerðarátaki inn á afrétti helgina 14. og 15. ágúst.

Til stendur að laga veginn á Mosöldu og Skyggningshólum og hækka upp veginn á Merarskeiði.

Nefndin auglýsir eftir aðilum með traktóra og sturtuvagna, hefil og gröfum í verkið.

Greitt verður fast gjald fyrir hvert tæki og kvöldmatur og kaffi í boði og gisting í skála fyrir þá sem það vilja.

Þetta átak er gert í samstarfi við ÁSÆL en félagar ætla að fara um helgina inn í Fosslæk með gám og koma honum fyrir. ÁSÆLS- félagar þurfa að fara með 2 gröfur og sturtuvagna í verkið og ætla svo að vera með í vegagerðinni.

Þeir aðilar sem fara innúr með tóma sturtuvagna  í vegagerðarátakið, eru vinsamlegast beðnir að taka með sér fullan vagn af stórböggum inn á Merarskeið. Landgræðslufélag Hrunamanna fékk slægjur í Skyggni og er búið að setja heyið í stórbagga. Leyfi fékkst frá MAST til að fara með þetta hey inn á afrétt til uppgræðslu.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafið samband við Jón Viðar s. 898-1468 eða Esther 865-8761