Vegir á afrétti Hrunamanna

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Nýjar fréttir

kort

Hrunamannhreppur í samvinnu við starfshóp umhverfisráðuneytisins, Landmælinga, Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar hefur, eins og önnur sveitarfélög á landinu sem hafa skipulagsvald á hálendinu, verið að vinna að því að  kortleggja og skilgreina vegi á afréttinum. (Sjá stærra kort)

Kort þetta er vinnuskjal sem er afrakstur funda með áhugafólki, landbúnaðarnefnd Hrunamannhrepps, sauðfjárbænum og fleiri  aðilum sem nýta afréttinn.

Nú er verið að leggja lokahönd á kortið áður en það verður sent inn til Umhverfisstofnunar ef einhverjar athugasemdir eru, vinsamlegast hafið samband við Halldóru í síma 892-1276 eða á netfangið fossari@simnet.is