Rekstur fjársafnsins fimmtudaginn 11. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Vegfarendur á leið um Hrunamannahrepp vinsamlegast athugið að umferðatafir verða vegna rekstur fjársafnsins á fimmtudaginn,  úr Tungufellsdal og niður í Hrunaréttir. þ.e. safnið verður rekið eftir Hrunamannavegi frá Tungufelli, yfir Kirkjuskarð og í réttirnar.

Umferðatafir verða því á þessu svæði u.þ.b.  frá hádegi og fram eftir degi.