Hrunaréttir verða föstudaginn 15 september. Truflun verður á umferð dagana 14. og 15. september

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir, Uncategorized

Fimmtudaginn 14. september  verður fjársafnið rekið  frá Tungufelli  niður í Hrunaréttir um Hrunamanna og Skeiðaveg þannig að það má búast við truflun á umferð frá ca. 10.00 til 17:00

Á réttardaginn 15. september verður líka verið að reka fé niður Hrunaveg sem byrjar um 13:00

Athugið að  ýmsar stofnanir í hreppnum verða lokaðar þennan dag, bæði íþróttahúsið og sundlaugin á Flúðum verða lokuð sem og skrifstofan í ráðhúsinu.

Einnig er gefið frí bæði í leikskóla og Grunnskóla.

Ljósmynd: Áslaug Bjarnad.