Verslunarmannahelgin 2015 í Hrunamannahreppi

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Verslunarmannahelgin 2015

Í Hrunamannahreppi

Um verslunarmannahelgina verður fjölmargt áhugavert og skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónustuaðilar og listafólk verða með opið alla helgina auk spennandi viðburða á degi hverjum. Einnig eru Dansleikir og eða aðrar uppákomur öll kvöld.

Kynnið ykkur hvað fólkið í sveitinni er að fást við og nýtið ykkur þjónustu þeirra.

Bíleigendur eru hvattir til að leggja bílum sínum við félagsheimilið og skólana þegar Furðubátakeppnin fer fram. Þetta er gert til að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti á svæðinu.   

Sjá má nánari upplýsingar og  Dagskrá verslunarmannahelgarinnar