Verslunarmannahelgin á Flúðum

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

 

Bragginn í Birtingaholti býður alla velkomna í heimsókn á Leirvinnustofuna og Kaffihúsið um helgina, það verður „action“ á vinnustofunni alla helgina og dásamlegt heimabakað brauð og kökur kaffi-megin.

 

Fimmtudagur- opið 12:00-22:00, Írskt kaffikvöld frá 18-22:00

 

Föstudagur- lokað vegna jarðarfarar

 

Laugardagur- og sunnudagur opið frá 10:00-18:00, Dögurður (Brunch) frá 10:00 -14:00 

 

www.facebook.com/bragginn

 

Kaffi Grund á Flúðum er opin frá 11:30 alla daga. Að vanda er á boðstólum úrval af tertum, kaffiréttum að ógleymdum áhugaverðum matseðli. Síminn er 565-9196.

 

Bændamarkaðurinn á Efra-Seli er opinn alla daga frá kl. 11.00 – 18.00. Komið við á markaðnum og verslið úrvals hráefni beint frá bændum í uppsveitum. Ávallt nýbakað brauð að morgni 🙂 Síminn er 820-7590.

 

Kaffi-Sel í golfskálanum er opið alla daga frá kl. 8.00 til 20.30. Veitingastaður með spennandi matseðil og  glæsilegur 18 holu golfvöllur (Selsvöllur). Ekkert golfmót um helgina! Skráning rástíma er á golf.is. Síminn er 486-6454.

 

Hótel Flúðir. Þar er að finna glæsilegan garð, opinn bar og veitingasölu sem opin er frá 18:30-21:00. Síminn er 486-6630.

 

 

 

 

 

Föstudagur. Golfvöllurinn opinn allan daginn, 1.000 kr. tilboð verður á einum golfhring og frítt fyrir börn 16 ára og yngri.

 

Laugardagur. Kl.8:00 er Toppmótið sem er opið punktamót. Upplýsingar og skráning á golf.is. Eftir kl. 15:00 verður golfvöllurinn opinn fram á kvöld.

 

Sunnudagur. Völlurinn opinn allan daginn.

 

Útlaginn

 

Fimmtudagskvöld: Bítlatónleikar

 

Föstudagskvöld: Bjartmar og Bergrisarnir ásamt Rokksveit Keflavíkur

 

Laugardagskvöld: Hljómsveitin Góðgæti og glæsimenni ásamt mjög svo óvæntum leynigesti

 

    Sunnudagskvöld: Sniglabandið

 

18 holu fótboltagolfvöllur rétt við Flúðir. Opið alla daga, upplýsingar í síma: 786-3048 eða á https://www.facebook.com/fotboltagolf

 

 

 

Pizzavagninn verður staðsettur við Félagsheimili Hrunamanna. Föstudag og laugardag, opið 23.00-03.00.

 

Sunnudag 18.00-21.00 og 23.00-03.00.

 

 

 

Leikur og List í Laugarlandi. Opið frá 11:00-17:00 alla helgina.        Dúkkusýning, handverk og málverk. Fallegt handverk og sýning sem vert er að skoða.