Verslunarmannahelgin á Flúðum 2018 – Dagskrá

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

Sonus Viðburðir í samstarfi við Egils Appelsín & Gull léttöl kynnir:
— Flúðir um Versló 2018 —

Stærsta Fjölskyldu- og Tónlistarhátíðin á Suðurlandi (á meginlandinu allavega)

Stórkostleg dagskrá fyrir ALLA fjölskylduna ALLA verslunarmannahelgina. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í gullfallegu umhverfi og geggjuðu veðri.. (krossum fingur)

Allar nánari upplýsingar er að finna á viðburðinum á facebook og á SnapChat ,,fludirumverslo“

Dagskráin 2018

Fimmtudagur 2. ágúst
– Tónleikar með KK-Band í félagsheimilinu
KK Bandið hefur verið að spila saman síðan 1992 með sama mannskap, Kristján Kristjánsson, KK, söngur, gítar og munnharpa, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, og æskufélagi KK, þeir hafa spilað saman í yfir 50 ár og Kormákur Geirharðsson trommuleikari.
Það er mikil tilhlökkun í hjörtum okkar að fá KK-Band til okkar.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og húsið opnar klukkan 20:00
Miðaverð: 3.000,-
Forsala miða auglýst síðar.

Föstudagur 3. ágúst
– Pub-Quiz í félagsheimilinu
Leifur Viðarsson mætir að sjálfsögðu með árlega Pub-Quiz’ið sem hefur verið mest vaxandi viðburður hátíðarinnar. Glæsilegir vinningar í fljótandi og föstu formi. Flott að æfa heilavöðvana fyrir grillið og gleðina um kvöldið.

Pub-Quiz’ið hefst klukkan 17:00 og húsið opnar klukkan 16:00
Miðaverð: Frítt

– Sóli Hólm stendur upp
Uppistands sýning Sóla Hólm hefur farið sigurför um heiminn, allavega landið undanfarin misseri. Við mælum með að enginn láti þennan viðburð framhjá sér fara. Hláturinn lengir lífið.

Sýningin hefst klukkan 21:00 og húsið opnar klukkan 20:00
Miðaverð: 3.000,-
Forsala miða auglýst síðar.

– PallaBall
Páll Óskar mætir með læti á Flúðir um Versló. Og hann verður ekki einn á ferð. Auðvitað förum við all-in. Dansarar, confetti og allir stælarnir. Þetta verður rosalegt.

Ballið byrjar 00:00 og húsið opnar 23:30
Miðaverð: 3.000,-

Laugardagurinn 4. ágúst
– Barna- & Fjölskylduskemmtun
Að venju verður mikið um dýrðir í Lækjargarðinum á laugardeginum. Markaðir, grænmeti og drykkir í boði fyrir alla. Og á sviðinu koma fram Sveppi & Villi og jafnvel, ef veður leyfir, mætir Stjörnu Sævar með sólarkíkja.

Skemmtunin hefst klukkan 12:00
Miðaverð: Frítt

– Traktoratorfæra
Sannarlega vinsælasti viðburður þessarar helgar um árabil. Trylltir traktorar og ekki rólegri ökumenn að sulla í ánni. Getur ekki klikkað.

Torfæran hefst klukkan 15:00
Miðaverð: Frítt

– 200.000 Naglbítar
Þessi frábæra sveit mun halda tónleika í félagsheimilinu og eru að sjálfsögðu allir velkomnir, yngri tónleikagestir eru að sjálfsögðu í fylgd fullorðinna. 200.000 Naglbítar eru á fullu þessa dagana við tónleikahald og í útgáfu.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og húsið opnar 20:00
Miðaverð: 3.000,-

– Stórhátíðardansleikur / Stuðlabandið ásamt Stefáni Hilmarssyni
Stuðlabandið er virkasta og öflugasta ballahljómsveit landsins og það þarf ekki að kynna Stefán Hilmarsson fyrir gestum. Þessi sjúklega blanda verður að flugeldasýningu. Alls ekki missa af þessu.

Húsið opnar 23:30
Miðaverð: 3.000,-

Sunnudagurinn 5. ágúst.
– Gosi
Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í Lækjargarðinum

Sýningin hefst klukkan 13:00
Miðaverð: 2.300

– Furðubátakeppni
Að venju fer furðubátakeppnin fram við brúnna yfir litlu-Laxá. Þetta er einn af elstu viðburðum þessarar helgar á Flúðum. Furðulegir bátar og til mikils að vinna.

Keppnin hefst klukkan 15:00
Miðaverð: frítt

– Brenna & Brekkusöngur
Við kveikjum upp í varðeldi við brekkuna í Torfdal að venju. Í fyrra var góð stemning og mikið af hressum söngvurum.

Kveikt verður klukkan 20:30
Miðaverð: Frítt

– Heimamannaball
Á Móti Sól setur punkt fyrir aftan frábæra dagskrá með alvöru sveitaballi í félagsheimilinu. Fallegt og skemmtilegt ball sem þú verður að mæta á.

Húsið opnar 23:30
Miðaverð: 3.000,-

–ATH–
Það skal tekið fram að ekki verður í boði sérstakt ungmenna tjaldsvæði þetta árið. Aðal ástæðan fyrir þessu er sú að svæðið sem hefur verið notað undir það undanfarin ár hefur verið skipulagt til framkvæmda og verða framkvæmdir væntanlega hafnar þegar að verslunarmannahelgi kemur. Eingöngu verður í boði að vera á aðal-tjaldsvæðinu og þar er og mun vera 23 ára aldurstakmark. Öflugt eftirlit verður á öllu Flúða svæðinu frá uppahfi vikunnar í aðdraganda helgarinnar til að koma í veg fyrir að gestir tjaldi eða komi sér fyrir þar sem óheimilit er að tjalda. Þetta gæti komið við einhverja en við bendum á tjaldsvæði í nágrenni Flúða og að gestir geri ráðstafanir varðandi þessa breytingu.

Við leggjum til að ungmenni yngri en 23 ára komi í fylgd fjölskyldna sinna og allir njóti saman.

Mjög öflugt eftirlit verður á svæðinu frá Björgunarfélaginu Eyvindi, Lögreglu, Gæsluaðilum, sjálfboðaliðum og fleiri aðilum frá mánaðarmótum júlí/ágúst og fram yfir helgi. Hart verður tekið á ofbeldismálum, fíkniefnamálum og öðru sem við viljum ekki sjá á svona glæsilegri hátíð.

Hátíðin er haldin af Sonus viðburðum ehf. í góðu samstarfi við Hrunamannahrepp, Tjaldmiðstöðina á Flúðum, Ölgerðina Egill Skallagrímsson og fjölda fyrirtækja og einkaaðila.

Við vonum að sem flestir skemmti sér vel á Flúðum um Versló. Komum heil heim.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.