Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

6. gönguferð sumarsins. Fosslækur – Ábóti – Svínárnes.

18. júlí kl 08:00 - 17:00

Þetta er dagsganga, 15-18 km. Ekið er in í Fosslæk þar sem gangan hefst. Gengið er í Ábótaver og að fossinum Ábóta í Hvítá en hann fellur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Þaðan verður gengið í Svínárnes. Gönguleið er mikið til á grónu landi en gera má ráð fyrir að þurfa vaða ár og sprænur. Gangan er hugsuð sem náttúruskoðun og mun Sigurður H. Magnússon á Högnastöðum fræða göngufólk um gróðurfar og staðhætti en hann hefur stundað gróðurrannsóknir á afréttinum um árabil. Ferðin er í samstarfi við Landgræðslufélag Hrunamanna. Athugið að það þarf að panta í þessa ferð í síma 392 3882/699 5178. gera má ráð fyrir einhvejumkostnaðir vegna aksturs sem verður auglýstur þegar nær dregur.

Upplýsingar

Dagsetn:
18. júlí
Tími
08:00 - 17:00
Viðburður Category: