
- This event has passed.
Aftansöngur frá Stóra-Núpskirkju kl. 16.
31. desember 2020 kl 16:00 - 17:00
Helgihald í desember 2020
Kæru sóknarbörn. Vegna ástandsins í samfélaginu verður allt helgihald prestakallsins í desember á netinu. Helgistundir og jólamessur verða aðgengilegar á fésbókarsíðu prestakallsins, facebook.com/hrunaprestakall, sem hér segir:
- nóvember – 1. sunnudagur í aðventu: Aðventustund frá Hrunakirkju kl. 10.
- desember – 2. sunnudagur í aðventu: Aðventustund frá Stóra-Núpskirkju kl. 10.
- desember – Þorláksmessa: Þorláksmessukveðja úr Tungufellskirkju kl. 10.
- desember – aðfangadagur: Guðsþjónusta á jólanótt frá Ólafsvallakirkju kl. 22.
- desember – jóladagur: Hátíðarmessa á jóladag frá Hrunakirkju kl. 11.
- desember – annar í jólum: Jólakveðja frá Hrepphólakirkju kl. 11.
- desember – gamlársdagur: Aftansöngur frá Stóra-Núpskirkju kl. 16.
Það verður óvenjulegt að fá ekki að hittast í kirkjunum okkar þessi jólin og víst er að ég á eftir að sakna þess mjög. En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið, og miklir fagnaðarfundir verða það þegar við megum aftur koma saman í kirkjunum okkar – vonandi sem fyrst á nýju ári.
Guð gefi okkur öllum góða aðventu og gleðileg jól.
Óskar Hafsteinn Óskarsson
sóknarprestur