Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Barnaskemmtun kvenfélagsins

29. desember 2019 kl 14:00 - 15:00

Barnaskemmtunin verður haldin í Félagsheimili Hrunamanna sunnudaginn 29.desember og hefst kl.14.00.

Sr. Óskar í Hruna kemur til okkar og svo munu KarlHallgrímsson og fjölskylda sjá um tónlistina og leiða okkur í söng og dans í kringum jólatréð.

Heyrst hefur að jólasveinar komi í heimsókn með

gott í poka. Óskað er eftir því að komið sé með meðlæti á kaffihlaðborðið en boðið verður uppá drykkjarföng.

Aðgangseyrir eru kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga skemmtilega jólastund.

Með kærri jólakveðju

Kvenfélag Hrunamannahrepps

 

Upplýsingar

Dagsetn:
29. desember 2019
Tími
14:00 - 15:00
Viðburður Category: