Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fjölskyldudagur í fótboltagolfi:

14. júní kl 14:00 - 17:00

Sunnudaginn 14. júní kl. 14 verður haldinn fjölskyldudagur á Markavelli, sem er staðsettur rétt austan við Flúðir, á móts við afleggjarann að Miðfells-bæjunum. Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja prufa eitthvað nýtt, börnum sem fullorðnum. Það verður leiðbeinandi á staðnum sem kennir okkur þessa skemmtilegu íþrótt/hreyfingu.

Fótboltagolf er frábær íþrótt sem hentar flestum, ömmum og öfum, vinahópum og fjölskyldum.

Við bjóðum uppá að fólk komi sjálft með fótbolta en við sköffum líka bolta og erum með pumpur á staðnum. Viðburðurinn fer fram í guðsgrænni náttúrunni og við biðjum alla að virða 2 m regluna fyrir þá sem óska þess. Eins verða sóttvarnarbrúsar á staðnum og mögulegir snertifletir hreinsaðir fyrir viðburðinn.  Nýtum okkur sóttvarnir og „Við erum öll almannavarnir“.

 

Verið velkomin og eigum góða stund saman.

Fótboltagolf Markavelli í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
14. júní
Tími
14:00 - 17:00
Viðburður Category: