Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fjölþætt heilsuefling Fyrirlestur Janus Guðlaugsson

30. október 2019 kl 17:00

Fjölþætt heilsuefling – Leið að farsælum efri árum

Miðvikudaginn 30.október kl. 17:00 verður Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræðum, með fyrirlestur í félagsheimilinu á Flúðum um heilsueflingu eldri borgara.

Janus hefur lokið meistara- og doktorsnámi á sviði heilsueflingar eldri aldurshópa og eins verið með tveggja ára heilsueflingarverkefni fyrir eldri aldurshópa í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Verkefnið er einnig að fara af stað í Vestmanneyjum.

Þó að fyrirlesturinn fjalli um eldri borgara þá á hann við mun stærri markhóp þar sem vöðvarýrnun getur byrjað um og eftir fertugt. Ef lítil regluleg hreyfing er iðkuð fram til sjötugs þá geta sumir hafa misst tæplega 50% af sínum vöðvamassa. Nægur vöðvastyrkur er ekki aðeins mikilvægur til geta framkvæmt dagleg störf, heldur líka fyrir almenn lífsgæði.

Verið velkomin!

 

Upplýsingar

Dagsetn:
30. október 2019
Tími
17:00
Viðburður Category: