Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hrútasýning Reiðhöllin Flúðum

12. október 2019 kl 13:00 - 17:00

Hrútasýning

Undanfarin ár hefur Sauðfjárræktarfélagið haldið glæsilegar hrútasýningar og í ár verður engin breyting þar á. Laugardaginn 12. október tökum við undir okkur reiðhöllina og sauðfjárbændur sveitarinnar sýna samsveitungum og öðrum áhugasömum sitt fegursta fé. Hrútasýningin hefst kl. 13.00. Keppt verður í fimm flokkum; Hvítir lambhrútar, mislitir lambhrútar, veturgamlir hrútar, best gerða gimbrin og skrautlegasta gimbrin. Dómarar úr nærsveitum munu þukla hrúta og gimbrar en áhorfendur kjósa skrautlegustu gimbrina. Rollubingóið góða verður svo á sínum stað og einnig verða einhverjar nýjungar í dagskránni. Ef einhverntímann er tilefni til að dást að sauðkindinni er það einmmitt núna! Aðgangur er ókeypis, heitt á könnunni og reikna má með fallegur fé eftir gott sumar!

Skráningar hrúta skulu berast til stjórnar fyrir 9. okt: Árni Þór: 849-3870, arni@fludaskoli.is Björgvin: 849-5037, bjorgvino96@gmail.com Óskar: 856-1572, hrunaprestur@gmail.com

Endilega fjölmennum.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
12. október 2019
Tími
13:00 - 17:00
Viðburður Category: