Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Kertaljósatónleika í Hrunakirkju

29. desember 2017 kl 20:30 - 22:30

Árið 2011 héldum við okkar fyrstu tónleika og fylgdum við þeim eftir næstu þrjú ár á eftir á sama stað og á svipuðum tíma. Eftir nokkra ára hvíld erum við nú orðin mjög spennt fyrir því að fá að spila tónlist saman og vonumst til þess að sem flestir vilji koma að hlusta á okkur. Lagalistinn er í vinnslu og verður ekki gefinn upp fyrirfram en þó er óhætt að segja að margir gullmolar séu komnir á hann.

Aðgangur er ókeypis en við hvetjum ykkur til að koma með nokkrar auka krónur sem renna í „Sjóðinn Góða“. Sjóðurinn er til handa þeim fjölskyldum sem þurfa aðstoð yfir hátíðirnar. Að sjóðnum standa Rauði krossinn, Kvenfélögin, Lions, sóknir þjóðkirkjunnar og fleiri aðilar sem sinna líknarmálum og félagslegri aðstoð í Árnessýslu.

Hljómsveitina skipa:
Árni Þór Hilmarsson
Björn Hr. Björnsson
Ester Ágústa Guðmundsdóttir
Gréta Gísladóttir
Karl Hallgrímsson

Upplýsingar

Dagsetn:
29. desember 2017
Tími
20:30 - 22:30
Viðburður Category: