Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Menningarmars: Tónleikar með lögum Magnúsar Eiríkssonar

15. mars kl 20:30

  1. mars
    Tónleikar með lögum Magnúsar Eiríkssonar

Kirkjukórinn verður með tónleika í tengslum við „menningarmars“, í Félagsheimili Hrunamanna fimmtudagskvöldið 15. mars kl. 20:30. Undirleik sér „Band kórsins“ um, skipað Stefáni Þorleifssyni kóstjóra og organista en hann spilar á hljómborð, Önnu Þórnýju Sigfúsdóttur sem spilar á hin og þessi blásturshljóðfæri, Lofti Erlingssyni á bassa og Unnsteini Eggertssyni á trommur.

Fjöldi einsöngvara kemur fram með kórnum og flytja í sameiningu stórskemmtilegt efni eftir einn ástsælasta tónlistarmanns samtímans.

Ekki einungis hefur Magnús Eiríksson átt flest vinsælustu dægurlög undangenginna ára heldur líka texta við þau sem alltaf eiga erindi til fólks og eru þar af leiðandi tímalaus.

         Aðgangseyri verður stillt í hóf, einungis 1.500 kr.

Upplýsingar

Dagsetn:
15. mars
Tími
20:30
Viðburður Category: