Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Umhverfisdagur Hrunamannahrepps 2018

11. maí 2018 kl 10:00 - 16:00

Umhverfisdagur Hrunamannahrepps 2018

Föstudaginn 11. maí.

 

Rusladagurinn verður tvískiptur að þessu sinni. Hann byrjar á að nemendur Flúðaskóla og leikskólans Undralands taka virkan þátt í tiltektinni á Flúðum og verður hafist handa kl. 10:20 og nánasta umhverfi skólanna hreinsað. Íbúum Flúða og öðrum er frjáls þátttaka með skólunum. Þá er ætlunin að þakka fyrir góða frammistöðu með því að bjóða upp á grillveislu við skólann um kl. 11:30 og eru allir þátttakendur

velkomnir þangað.

Klukkan 16.00 hefst svo gamli góði rusladagurinn undir styrkri stjórn ruslamálaráðherra, Kristínar Erlu Ingimarsdóttur. Safnast verður saman við Félagsheimilið og ruslapokar og einnota hanskar verða á staðnum.  Gott er að mæta tímanlega á staðinn.

Skorað er á alla íbúa sveitarfélagsins að fjarlægja allt rusl af umráðasvæði sínu og stuðla þannig að því að fallegi hreppurinn okkar líti enn betur út og verði okkur öllum til sóma.

Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps mælist til að eigendur fyrirtækja og fólk á lögbýlum noti tækifærið og hreinsi til í kringum starfsemi sína og jarðir. Gaman væri að landeigendur tíni rusl með vegum fyrir sínu landi.  Í lokin er þátttakendum  síðan boðið í grillveislu í

Lækjargarðinum á Flúðum

Með vinsemd og virðingu,

Umhverfisnefnd og

Kristín Erla Ingimarsdóttir, Ruslamálaráðherra 2018.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
11. maí 2018
Tími
10:00 - 16:00