Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Umhverfisdagurinn föstudaginn 8. maí

8. maí kl 16:00 - 18:00

Rusladagurin verður með öðruvísi skipulagi að þessu sinni, þar sem reglum almannavarna um 2ja metra regluna þarf að hlýða. Hann byrjar á að nemendur Flúðaskóla og leikskólans Undralands taka vrikan þátt í tiltektinni á Flúðum og verður hafist hadna kl. 10:20 og nánasta umhverfi skólanna hreinsað. Skólarnir skipta niður með sér svæðum innan Flúðahverfisins. Íbúum Flúða og örðum hefur vanalega verið frjáls að taka þátt á þessum tíma með skólunum, en vegna samkomubanns almannavarna þá verður það því miður ekki í boði í ár, við hlýðum Víði.

Sama má segja um grillveisluna sem vanalega er haldin sameiginlega fyrir skólana, grillveislan verður ennþá, bara í sitt hvoru lagi og  engir gestir leyfðir. Klukkan 16.00 hefst svo gamli góði rusladagurinn undir styrkri stjórn ruslamálaráðherra, Ragnheiður Georgsdóttir og hvetjum við íbúa til að koma saman og eiga góðan dag. Safnast verður saman fyrir utan Félagsheimilið og skipt niður í hópa. Ruslapokar og einnota hanskar verða á staðnum. Gott er að mæta tímanlega á staðinn þar sem við verðum að virða 2ja metra regluna.:)

Skoað er á alla íbúa sveitarfélagsins að fjarlæjga allt rusla af umráðasvæði sínu og stuðla þannig að því að fallegi hreppurinn okkar líti enn betur út og veðri okkur öllum til sóma. Umhverfisnefnd Hrunamannahrepps mælist til að eigendur fyrirtækja og fólk á lögbýlum noti tækifærið og hreinsi til í kringum starfsemi sína og jarðir. Gaman væri að landeigendur tíni rusl með vegum fyrir sínu landi. Opið verður frá 10:00 til 18:00 á gámasvæðinu þennan dag. Eftir allt puðið og vel unna vinnu, hittumst við aftur fyrir á túninu hjá Flúðasveppum kl. 18.00. þar verður boðið uppá Pepsi, Appelsín, pizzu frá Kaffi-Sel, tónlist og smá bálköst.

Með vinsemd og virðingu,

Umhverfisnefnd og Ragnheiður Georgsdóttir ruslamálaráðherra 2020.

Upplýsingar

Dagsetn:
8. maí
Tími
16:00 - 18:00
Viðburður Category: