Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Uppskeruhátíð á Flúðum

3. september

DAGSKRÁ – „UPPSKERUHÁTÍÐ Á FLÚÐUM“, LAUGARDAGINN 3. SEPTEMBER 2022

Á upplýsingavef uppsveita Árnessýslu má sjá dagskránna og þar er að finna upplýsingar um fleiri viðburði Uppskeruhátíðarinnar:

http://www.sveitir.is/frettir/dagskra—uppskeruhatid-a-fludum-laugardaginn-3-september-2022

 

Á dagskrá Uppskeruhátíðar verður meðal annars.

Uppskerumessa 
í Hrunakirkju kl. 11:00  laugardaginn 3. sept.
Leikir og hressing á eftir.
Samvera fyrir alla fjölskylduna!
Allir hjartanlega velkomnir

 

Félagsheimilið á Flúðum
Matarkistan markaður kl. 13:00-17:00
Matvæli úr sveitinni. Alls kyns ferskt grænmeti og góðgæti beint frá
býli.  Handverk, listir og fleira. Kúrikoddinn Værukær, barnahreiðrið Hnoðri, barnaföt og skartgripir
Stína kokkur verður með kruðerí í krukkum og girnilegt bakkelsi.
Kvenfélagið með kaffisölu og vöfflur.

 

Gönguferð um Flúðir með leiðsögn
Lagt af stað kl. 15:00 frá Félagsheimilinu á Flúðum.
Gengið verður um Flúðahverfið og farið yfir sögu þess.
Skemmtileg saga um upphaf hverfisins og mannlífs á Flúðum.
Þægileg ganga fyrir alla aldurshópa.
Guðmundur Magnússon og Anna B. Matthíasdóttir í Steinahlíð munu leiða gönguna.

Efra-Sel golfvöllurinn
Opna íslenska grænmetismótið
Golfmót þar sem leikin er punktakeppni með hámarksforgjöf (36).
Keppt er í þremur flokkum; karla, kvenna og barna (14 ára og yngri – 18 holur).
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki.
Mótsgjaldi er stillt í hóf, aðeins 4.500 kr./fullorðinn og frítt fyrir þátttakendur í barnaflokknum!
Skráning er á golf.is
Sölufélag garðyrkjumanna er aðalstyrktaraðili mótsins (islenskt.is)

 

Kaffi-Sel, veitingastaður

 

Litli fiskikofinn við Gömlu laugina
Opið í Litla fiskikofanum ljúffengur fiskur og franskar kr. 2350

 

Bjarkarhlíð Flúðum, opið hús og garður
Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína kl. 13:00-17:00

 

Leikur og list, Laugalandi Flúðum
Opið frá 13:00-17:00.  Handverk og önnur list frá Dóru og Möggu.
Rabbi rósabóndi verður með gott tilboð á rósabúntum og steinselju frá Garðyrkjustöðinni Land og synir ehf.   Við tökum fagnandi  móti gestum okkar.


Minilik eþíópískur veitingastaður Flúðum
Aukaopnun frá 13:00-16:00 laugardag 3. september.
Eþíópískur matur, þrenns konar combo í boði í tilefni dagsins, bæði vegan og kjöt.
Opið einnig aftur á hefðbundnum tíma kl. 18:00 – 21:00

 

Sæsabar
Barinn opinn frá 12:00-23:00
og það er gleðistund frá 12:00-20:00

 

Farmers Bistro 
Opið á veitingastaðnum Farmers Bistro frá 12:00-17:00
Flúðasveppir kynning. Boðið verður uppá kynningu um ræktun Flúðasveppa og innlit í klefa kl 16:00

 

Litla Húsið Suðurbrún 7, Flúðum
Markaður með gamla fallega muni. Opið frá 13:00-17:00

 

Hús Minninganna (The house of memory’s)
sem staðsett er í Suðurbrún 7, Flúðum við hliðina á Lítla húsinu.
Safn þar sem flestir geta tengt sig við eitthvað.
Opið kl. 13:00-17:00 og aðgangseyrir 1000 kr. en frítt fyrir 15 og yngri

 

Bryðjuholt, kúabú
Opið fjós í Bryðjuholti frá kl. 13:00 – 16:00
Samúel og Þórunn bjóða fólki að koma skoða búið og kynnast starfi kúabóndans.
Ábúendur í Bryðjuholti

 

Leikir í Lækjargarðinum
Heilsueflandi samfélag kl. 14:00.
Komdu út að leika. Sígildir leikir og frisbíáskorun.


Litla bændabúðin á Melum Flúðum
Fjölbreytt úrval af fersku grænmeti og alls kyns góðgæti beint frá býli.
Opið 12:00 – 17:00 og kaffi á könnunni.

 

Sundlaugin Flúðum opin kl. 13:00-18:00

 

Frisbígolfvöllur og ærslabelgur í Lækjargarðinum á Flúðum

Upplýsingar

Dagsetn:
3. september
Viðburður Category: