Fara í efni

Bjarg íbúðafélag byggir 5 leiguíbúðir á Flúðum.

Myndin er tekin sumarið 2023 og sýnir hið nýja hverfi við upphaf gatnagerðarframkvæmda.
Myndin er tekin sumarið 2023 og sýnir hið nýja hverfi við upphaf gatnagerðarframkvæmda.

Á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps þann 4. apríl 2024 lagt fram minnisblað sveitarstjóra varðandi stofnframlag Hrunamannahrepps til byggingar leiguíbúða á Flúðum sem byggðar yrðu á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Afgreiðsla sveitarstjórnar var svohljóðandi:

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með áform Íbúðafélagsins Bjargs um byggingu 5 íbúða raðhúss við Loðmundartanga og úthlutar hér með félaginu viðkomandi lóð. Íbúðunum verður úthlutað af Bjargi íbúðafélagi til einstaklinga sem eru virkir á vinnumarkaði og félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB skv. reglum félagsins þar um.

Sveitarstjórn samþykkir einnig samhljóða að greiða stofnframlag til verkefnisins sem numið gæti allt að 32 m.kr. miðað við að stofnvirði verkefnisins sé 263,5 m.kr. Stofnframlag sveitarfélagsins greiðist annars vegar með þeim gjöldum sem til falla vegna lóðarinnar og hins vegar með beinu fjárframlagi sem greitt yrði annars vegar við upphaf framkvæmda og hins vegar við lok þeirra.

Sveitarstjóri