Fara í efni

Orð eru ævintýri - gjöf til barna

Börnin í Leikskólanum Undralandi eru þegar byrjuð að skoða bókina.
Börnin í Leikskólanum Undralandi eru þegar byrjuð að skoða bókina.

Bókin Orð eru ævintýri er gjöf frá Menntamálastofnun til allra barna á Íslandi sem fædd eru árin 2018, 2019 og 2020 auk þess sem allir skólar fá afhend eintök af bókinni. Á næsta ári fá öll börn fædd 2021 bókina og svo nýr árgangur barna á þriðja aldursári ár hvert á komandi árum.

Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja.

Á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps var eftirfarandi bókað:

Sveitarstjórn vill, fyrir hönd barna í Hrunamannahreppi, þakka höfðinglega gjöf Menntamálastofnunar.
Bókinni hefur þegar verið dreift til barna í tilgreindum árgöngum Leikskólans Undralands á Flúðum en vonandi verður bókin bæði til gagns og gleði til framtíðar.

Sveitarstjóri