Fréttir og tilkynningar

Umsóknir í Umhverfissjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

19. mars 2018Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. Umsóknafrestur rennur út 10. april 2018. Sjá nánar um reglur sjóðsins á heimasíðu félagsins; https://fjallaleidsogumenn.is/um-okkur/umhverfisstefna/umhverfissjodur/
Nánar

Listasafn Árnesinga – Hrunamannadagur í safninu og Fjölskyldusmiðja

16. mars 2018Tvær nýjar sýningar: Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign og Þjósá – Borghildur Óskarsdóttir í Listasafni Árnesinga. Laugardaginn 17. mars er Hrunamannadagur í safninu (hluti af menningarmars Hrunamanna), en Hrunamannahreppur er eitt af átta sveitarfélögum Árnessýslu sem á og rekur Listasafn Árnesinga. Kl. 13 – 16 er boðið upp á fjölskyldusmiðju með Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur myndmenntakennara – hægt að ... Read More
Nánar

Til kynningar til íbúa : Orkunýtingarstefna SASS

13. mars 2018Hér má  lesa Orkunýtingarstefna SASS en á ársþingi SASS í október sl. var samþykkt að vísa tillögu orkunýtingarnefndar SASS til umsagnar hjá aðildarsveitarfélögunum. Öll sveitarfélögin hafa nú lokið umfjöllun sinni og samþykkt stefnuna fyrir sitt leyti. Formanni og framkvæmdastjóra falið að birta stefnuna og koma henni á framfæri við hagaðila. http://www.sass.is/530-fundur-stjornar-sass/  
Nánar

Á döfinni

Skoða viðburðadagatal