Leikskólinn Undraland, Flúðum, auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa
Í Undralandi eru um 50 nemendur frá 16 mánaða aldri á þremur deildum.
Leikskólinn nýtur góðs af einstaklega fallegu umhverfi, góðu útinámssvæði og hinni rómuðu veðursæld á Flúðum. Við skólann starfar samstilltur hópur með alls konar reynslu og þekkingu sem nýtist vel í leikskólastarfinu.
Leiðarljós okkar í Undralandi er umhverfið okkar og umhyggja.
Við leitum að áhugasömum leikskólakennurum til þess að starfa með okkur í því að efla leikskólann okkar með metnaðarfullu starfi og fólki sem hefur áhuga á því að vinna með börnum og fullorðnum, í leik og starfi. Umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir og ráðagóðir, með ríka samkennd og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Við leitum að fólki sem hefur faglegan metnað og áhuga á þróunarstarfi menntastofnana.
Fram undan eru spennandi tímar í Undralandi þar sem starfsmenn geta komið að þróun skólans til framtíðar. Skóladagatal skólans er að stærstum hluta samræmt dagatali Flúðaskóla sem gerir leikskólann að enn ákjósanlegri vinnustað.
Við hvetjum áhugasamt fólk, af öllum kynjum, til að sækja um. Ef ekki næst að ráða fagmenntaða leikskólakennara, þá ráðum við leiðbeinendur til starfa.
Kaup og kjör fara eftir samkomulagi Sambands íslenskra sveitarfélaga við sveitarfélögin, en nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra.
Umsóknir skal senda rafrænt með ferilskrá og greinargerð um umsækjanda; áhugasvið, styrkleika og sýn viðkomandi á leikskólastarfið, á netfang skólans, undraland@undraland.is eða í gegnum undraland.is
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2024
Nánari upplýsingar gefa:
Elma Jóhannsdóttir, starfandi leikskólastjóri, undraland@undraland.is, sími 480-6620
Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri, hruni@fludir.is, sími 480-6600.