Fara í efni

Fótboltagolf á Flúðum

Markavöllur er nýr fótboltagolfvöllur rétt hjá Flúðum og jafnframt fyrsti 18 holu fótboltagólfvöllurinn á Íslandi. Völlurinn er staðsettur í miðri sveitanáttúru á milli Miðfells og Galtafells með glæsilega fjallasýn og glitrandi jökul í bakgrunni. Völlurinn er 4 km sunnan við Flúðir og aðeins í klukkutíma og korters fjarlægð ef keyrt er frá Reykjavík.

Fótboltagolf er einföld og skemmtileg íþrótt sem líkist golfíþróttinni að mestu en í staðinn fyrir að nota kylfur og golfkúlur er notast við fótbolta í stærð 5 og honum er komið ofan í holu með fætinum. Því færri spörk, því betra skori nærðu.

Leikurinn nýtur mikilla vinsælda víða erlendis og er frábær skemmtun fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það eina sem þarf að kunna er að hafa gaman saman. 

Hér má finna nánari upplýsingar um völlinn. 

Fótboltagolf Flúðum
Markarflöt
845  Flúðir

Sími:  786 3048
Netfang:  fotboltagolfvollur@gmail.com