Fara í efni

Gljúfur Stóru-Laxár

Gljúfur Stóru-Laxár

Stóra-Laxá á upptök sín í Laxárdrögum sunnan Kerlingarfjalla. Segja má að hin eiginlegu gljúfur byrji þar sem Leirá fellur í Stóra-Laxá úr norðri. Gljúfrin eru u.þ.b. 10 km löng niður að Hrunakrók efst við Laxárdal. Dýptin er 100-200 m. Þrengsti og efsti hlutinn nefnist Svartagljúfur. Á köflum eru gljúfurveggirnir þverhníptir til beggja handa en sums staðar er gljúfrið víðara. Þar má finna ýmsar þursabergsmyndanir og ber þar hæst Fögrutorfu sem er ofarlega í gljúfrunum.

Gljúfrin eru víða torfær eða jafnvel ófær göngumönnum og hafa bæði menn og skepnur fallið niður og slasast.

Stóra-Laxá rennur svo silfurtær í botni gljúfranna og eins og nafnið gefur til kynna, oft á tíðum, gjöful laxveiðiá og eru þar mörk Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Google maps