Fara í efni

Um verkefni sveitarstjórnar

Sveitarfélagið Hrunamannahreppur er sjálfstætt stjórnvald, sem er stjórnað af  5 manna sveitarstjórn.  Fulltrúar í sveitarstjórn eru kjörnir í lýðræðislegri kosningu að íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar.  Skal sveitarstjórn vinna samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 m. síðari breytingum, annarra laga og samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Hrunamannahrepps. 

Sveitarfélagið Hrunamannahreppur annast þau lögmæltu verkefni sem því eru falin í lögum og reglugerðum.  Sveitarfélagið Hrunamannahreppur vinnur einnig að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma.   Sveitarfélaginu er heimilt að taka að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þess, enda sé það ekki falið öðrum að lögum.