Fara í efni

Fræðslunet Suðurlands


Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Um er að ræða formlegt nám sem meta má til eininga á framhaldsskólastigi, íslenskunámskeið fyrir útlendinga og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Hjá Fræðslunetinu er náms- og starfsráðgjöf í boði og þar er einnig hægt að fara í raunfærnimat.

Fræðslunetið greinir fræðsluþarfir hjá fyrirtækjum og stofnunum og útbýr sérsniðnar fræðsluáætlanir eftir óskum þeirra og gerir föst verðtilboð í þjónustuna.

Fræðslunet Suðurlands
Tryggvagata 13
800 Selfoss 

Sími: 560 2030
Netfang: fraedslunet@fraedslunet.is

Upplýsingar um námsframboð og aðra þjónustu má nálgast á vefsíðu Fræðslunetsins.