Fara í efni

Álfahurða-ratleikur VISS

 

Leitin að Álfahurðunum er hafin!

Álfar búa í klettum og steinum eins og allir vita. Hér í Hrunamannahreppi búa margir álfar enda svæðið einstaklega fallegt. Nú hefur verið fundið út hvar álfarnir búa og litríkar litlar hurðir hafa verið settar á staði þar sem líklegt er að álfarnir séu búsettir bæði við göngustíginn á Högnastaðaásnum og einnig í Lækjargarðinum. Upphaf göngunnar á Högnastaðaásinn er við endan á Ásastíg en í Lækjargarðinum er upphafsreitur við brúna yfir Hellisholtalækinn. Ratleikurinn byrjar miðvikudaginn 5. júlí og er til sunnudagsins 10. september.

 

Álfahurða- ratleikurinn er búinn til af starfsmönnum VISS á Flúðum sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu í samstarfi við Heilsueflandi samfélag í Hrunamannahreppi. Þetta verkefni hefur gefið okkur mikla gleði, sköpunarkraft og hugmyndavinnu.

Á álfahurðunum má finna bókstaf og þegar búið er að finna allar hurðirnar myndast orð, eitt orð að hvorum stað. Með því að skila inn orðinu sem þið hafið fundið, ásamt nafni og símanúmeri, eruð þið komin í vinningspott, sem verður svo dregið úr í lok sumars.

Lausnum skal skila í „álfapóstkassann“ við Ráðhúsið eða senda inn lausnarorðið hér.

 

Við vonum að þið njótið leiksins jafn mikið og við gerðum við gerð hans.

 

Í Lækjargarðinum:

 

Á Högnastaðaásnum: