Fara í efni

Björgunarsveitin Eyvindur

 

Björgunarfélagið Eyvindur 

Björgunarfélagið Eyvindur var stofnað árið 2000 með sameiningu tveggja björgunarsveita, Fannars og Snækolls.

Í Eyvindi er bátadeild sem er með einn björgunarbát og einnig sérhæfður skyndihjálparhóp sem er í samstarfi við sjúkraflutninga í Árnessýslu og sinni útköllum með þeim á starfssvæði sveitarinnar. Starfssvæðið eru allar uppsveitir Árnessýslu og hálendið þar.

Eyvindur er með 4 bíla. Econoline á 46″dekkjum sem er innréttaður með sjúkrastelli svo hægt sér að nota hann í sjúkraflutninga, fjallasjúkrabíll, 2 Patrol jeppa á 38″ dekkjum og Subaru undanfarabíl sem notaður er fyrir sjúkrahópinn, til að ná sem bestum viðbraðgstíma í láglendi.

https://eyvindur.fludir.is/
https://www.facebook.com/bfeyvindur/

Unglingadeildin Vindur er unglingadeild Björgunarfélagsins Eyvindar.

Meðlimir eru unglingar úr Flúðaskóla á aldrinum 13 ára (8.bekkur) til 18 ára.

Fundir eru haldnir einu sinni í viku þar sem unglingarnir öðlast færni og þekkingu á björgunarsveitarstörfum og læra að athafna sig í náttúrunni.

Farnar eru ferðir sem byggja á því að efla námið og þétta hópinn. Bæði hópinn sjálfan hjá Vindi og einnig að kynnast öðrum unglingadeildarmeðlimum og þétta hóp unglingardeildarmeðlima.

Nánari Upplýsingar er hægt að finna um starfið á samfélagsmiðlum unglingadeildarinnar Vinds eða hjá umsjónarmönnum sem eru, í vetur Alda Sól Hauksdóttir, Birgir Örn Steinarsson og Elísabet Finnbjörnsdóttir

https://www.facebook.com/unglingadeildin.vindur