Fara í efni

Fjölbrautaskóli Suðurlands


Nemendur frá Hrunamannahreppi haft í gegnum tíðina sótt nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands en skólinn hefur haft þá sérstöðu að þangað sækir mikill fjöldi nemenda víðs vegar af Suðurlandi nám og er það ekki síst að þakka umfangsmiklum skólaakstri um svæðið.  Við skólann er einnig rekin heimavist. 

Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 1981 og eigendur hans eru ríki og sveitarfélög á Suðurlandi.
Á skólinn rætur sínar að rekja til Iðnskólans á Selfossi, framhaldsdeildanna við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, Selfossi, Skógum og í Hveragerði, auk öldungadeildarinnar í Hveragerði. Fyrstu árin var skólinn starfræktur í húsnæði víða á Selfossi en 1987 var starfsemin flutt í núverandi húsnæði við Tryggvagötu 25. Frá upphafi hefur starfsemi skólans vaxið og dafnað og nú er kennt í þremur húsum á lóð skólans; auk aðalbyggingarinnar Odda er kennt í verknámshúsinu Hamri og íþróttahúsinu Iðu.

Eigendur skólans eru ríkissjóður og sveitarfélög á Suðurlandi. Skólinn þjónar öllu Suðurlandi. Skólinn sér um víðtækt verknám og bóknám.

Umfangsmikill skólaakstur er á vegum FSu meðal annars úr Hrunamannahreppi

Fjölbrautaskóli Suðurlands FSu 
Tryggvagötu 25
800 Selfoss

Sími: 480 8100
Netfang: fsu@fsu.is

Á heimasíðu FSu má finna ýtarlegar upplýsingar um skólann.