Fara í efni

Minnisvarðar

Galtafell
Galtafell er bær í Hrunamannahreppi í Árnessýslu þar sem listamaðurinn Einar Jónsson fæddist þann 11. maí 1874. Ungur að árum hélt Einar til Kaupmannahafnar til að læra höggmyndalist og stundaði hann m.a. nám við Konunglega listaháskólann á árunum 1896 til 1899 með styrk frá Alþingi. Árið 1917 giftist Einar danskri konu, Önnu Jörgensen, en systir hennar, Franzisca, var gift rithöfundinum Gunnari Gunnarssyni. Einar reist sér 20 m2 sumarhús að Galtafelli sem hann kallaði Slotið og er eitt elsta hús sinnar tegundar á landinu. Hann og eiginkona hans dvöldu langdvölum að Galtafelli í sumarhúsi sínu. Sumarhús Einars var friðað árið 2014 og er nú í eigu Þjóðminjasafns Íslands.


Hugsanlegur matarskápur fjalla-Eyvindar
Á skipholltsfjalli langt frá öllum mannabygðum er hlaðið byrgi eða öllu heldur skápur, sem sumir telja greðan af fjalla-Eyvindi. Byrgi þetta er með dyr, sem eru varla meira en 30x20 cm stórir. En innandyra er dálítið meira rými. Það er vitað að fjalla-Eyvindur hafi um tíma einhver sambönd við bróður sinn jón bónda í skipholti og Grímur sonur jóns sá hann a.m.k. einu sinni halda á brott frá skipholti með byrgðir, sem áleit vera matföng. Sumum hefur dottið í hug að skáp þennan hafi Eyvindur hlaðið og sótt í hann mat, sem jón hafi komið fyrir þar.

 

Alda aldana
Höggmyndin Alda aldanna, eftir Einar Jónsson myndhöggvara frá Galtafelli
Alda aldanna var afhjúpuð á Flúðum þann 17. júní árið 1977
Er nú staðsett fyrir framan félagsheimili hrunamanna