Fara í efni

Umsókn um húsnæðisstuðning

Samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 75/20106 og reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings um sérstakan húsnæðisstuðning.

IV. kafli
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
8. gr.

Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

* Greiðsla húsnæðisstuðnings er lögð inn á forráðamann umsækjanda.

Fylgigögn með umsókn
Skilmálar

Ég, undirrituð/aður, sæki hér með um húsaleigustuðning samkvæmt lögum um húsaleigubætur, nr. 75/2016. Jafnframt lýsi ég því yfir að allar tilgreindar upplýsingar eru réttar. Ég skuldbind mig til að tilkynna sveitarfélaginu þegar í stað um sérhverjar þær breytingar á högum mínum og heimilisaðstæðum eða öðrum atriðum sem áhrif geta haft á rétt minn til húsnæðisstuðnings og bótafjárhæðar.

Mér er kunnugt um ákvæði 13. gr. Reglna Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþing um rangar eða villandi upplýsingar, varðandi viðurlög við brotum á lögum og reglum og til endurgreiðslu með 15% álagi hafi ég ranglega fengið bætur, of háar bætur eða bætur fyrir lengra tímabil en er réttmætt.