Flúðaskóli
Flúðaskóli er grunnskóli þar sem nemendur stunda nám í 1. - 10. bekk. Skólinn er staðsettur á Flúðum í Hrunamannahreppi.
Skólastjóri Flúðaskóla er Jóhanna Lilja Arnardóttir og aðstoðarskólastjóri er Steinunn Margrét Larsen
Skólanefnd Hrunamannahrepps ber ábyrgð á stefnumótun sveitarfélagsins í skólamálum en áheyrnarfulltrúar á fundum nefndarinnar eru bæði frá skólunum og heimilum.
Nemendur úr Skeiða- og Gnúpverjahreppi (8. - 10. bekkur) stunda nám í Flúðaskóla og er þeim ekið daglega þangað frá heimilum sínum. Um 20 km eru á milli Flúða og byggðakjarnanna, Brautarholts og Árness. Skeiða-og Gnúpverjahreppur á tvo fulltrúa í fræðslunefnd Hrunamannahrepps.
Skólanefndin hefur sett fram og samþykkt skólastefnu Hrunamannahrepps sem má skoða hér.
Sækja um skólavist
Skóladagatal Flúðaskóla
Matseðill Flúðaskóla