Fara í efni

Hvatastyrkur / Frístundastyrkur


Frístundastyrk Hrunamannahrepps er í flestum tilfellum hægt að nýta beint í gegnum greiðslukerfið Sportabler. Þá er styrknum ráðstafað upp í kaup á námskeiði og dregst þá frá þátttökugjöldum.
Í þeim tilvikum þar sem ekki er hægt að nýta styrkinn beint gegnum Sportabler er hægt að senda inn rafræna umsókn á heimasíðu sveitarfélagsins. Kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalda þarf að fylgja með umsókninni svo greiðsla frístundastyrks geti átt sér stað. 

Rafræna umsókn má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins fludir.is eða með því að smella hér.

Reglur um frístundarstyrk má finna hér