Fara í efni

Almannavarnir - viðbrögð við hættuástandi

Landsmenn þurfa iðulega að takast á við óblíð náttúruöfl og hættulegar afleiðingar þeirra. Samspil manns og náttúruafla getur einnig valdið truflun á innviðum samfélagsins.   Almannavarnir eru samhæfð viðbrögð og úrræði vegna hættu- og neyðarástands.  Hér má finna góðar upplýsingar um skipurit almannavarna.

Ríkið fer með almannavarnir á landi, í lofti og á sjó. Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkið.  Í Árnessýslu eru almannavarnir reknar sameiginlega af öllum sveitarfélögum í sýslunni. Í almannavarnanefnd sitja allir sveitarstjórar svæðisins auk fulltrúa viðbragðsaðila. Almannavarnanefnd skipar framkvæmdaráð Almannavarna í Árnessýslu sem fundar reglulega og sinnir undirbúningi fyrir fundi almannavarnanefndarinnar.
Yfirmaður almannavarna er lögreglustjórinn á Suðurlandi. 

Að neyðarskipulagi almannavarna koma lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, heilbrigðisstofnanir, Landhelgisgæslan, 112 neyðarnúmerið, Rauði krossinn og fleiri líknarfélög og starfsmenn sveitarfélaga.

Samhæfingarstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er í Skógarhlíð 14 í Reykjavík.

Almannavarnadeildin fer meðal annars með yfirstjórn aðstoðar milli umdæma og yfirstjórn aðstoðar ríkisstofnanir við almannavarnir í héraði.

Hér má finna góðar upplýsingar varðandi almannavarnir, forvarnir, fræðslu og viðbrögð við hættuástandi.