Áhaldahús
Áhaldahús Hrunamannahrepps er að Sneiðinni 1 á Flúðum.
Hlutverk áhaldahúss er almenn þjónusta við vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og ljósleiðara. Jafnframt er áhaldahúsið með daglega umhirðu gatnakerfisins og ýmis tilfallandi verkefni innan sveitarfélagsins svo með minniháttar viðhald eigna og umhverfis. Umsjón gámavallar í Flatholti heyrir undir áhaldahús og einnig koma starfsmenn að vinna fyrir Seyrustaði sé þess þörf.
Áhaldahús Hrunamannahrepps
Sneiðin 1
845 Flúðum
Yfirmaður áhaldahúss: Hannibal Kjartansson
Sími: 892-2084
Á veturna geta íbúar sótt sér salt eða sand til að nota sem hálkuvörn.