Fara í efni

Menntaskólinn að Laugarvatni


Fjöldi Hrunamanna hefur stundað nám við Menntaskólann að Laugarvatni (ML) en þangað er um 35 mínútna akstur en 39 km eru á milli þessara staða. 

Sérstaða ML felst annars vegar í því að sskólinn er heimavistarskóli og hins vegar því að skólinn starfar eftir bekkjakerfi.  Nánast allir nemendur skólans dvelja á heimavist og kaupa fæði í mötuneyti skólans.  Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónuleg, og andrúmsloftið heimilislegt.

Við skólann eru starfræktar tvær bóknámsbrautir til stúdentsprófs, félags- og hugvísindabraut og náttúruvísindabraut.  Nám á bóknámsbrautunum tekur 3 ár og lýkur með stúdentsprófi.

Húsakostur ML samanstendur að mestu af þremur húsum. Þau eru skólahúsið sjálft og heimavistir skólans Nös og Kös. Stærstur hluti starfsemi skólans fer fram í skólahúsinu, enda fer þar fram öll kennsla utan íþrótta.  Auk kennslurýmis er í húsinu bókasafn skólans, eldhús og borðsalur, þvottahús, félagsaðstaða, kennarastofa, skrifstofur og vinnustofur kennara.

Menntaskólinn að Laugarvatni

Skólatúni 1
840 Laugarvatn

Netfang: ml@ml.is
Sími:  480 8800

Á heimasíðu skólans má finna ýtarlegar upplýsingar um skólastarfið.