Fara í efni

Gönguleiðir í Hrunamannahreppi

Margar og fjölbreyttar gönguleiðir eru í Hrunamannahreppi og geta flestir fundið skemmtilega leið við hæfi. 

Hér má finna gönguleiðakort fyrir Hrunamannahrepp

Á hverju sumri eru skipulagðar gönguferðir fyrir almenning.

Hér má finna skipulag gönguferða:

 Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2023
Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps kynnir hér gönguferðir sumarsins 2023. Þetta er 22. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir.
Ferðirnar eru alls sjö. Allar göngurnar verða á miðvikudagskvöldum í sumar nema fjölskyldugangan á Miðfell hefst kl. 17:00 og dagsgangan 27. ágúst er farin á sunnudegi. Frítt er í allar göngurnar en innheimt verður fyrir akstur í dagsgöngunni. Umsjónarmenn ferðanna í samvinnu við heimafólk verða þau Else Nielsen s. 690 6024, Þórunn Andrésdóttir s. 860 1329 og Samúel U Eyjólfsson s. 864 1758. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Allar ferðir verða auglýstar sérstaklega þegar nær dregur á facebooksíðunni “Gönguferðir í Hrunamannahreppi“.

1. ferð
24. maí. Laugar-Gildurhagi
Lagt af stað kl. 20:00 frá hlaðinu á Laugum. Þetta er létt og skemmtileg leið inn í Gildurhaga sem er mikil náttúruperla. Sagan af Sængurkonukletti verður rifjuð upp. Hér er notalegt að eiga góða kvöldstund í fallegu umhverfi. Létt og auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

2. ferð 31. maí. Búðarárfoss
Hittumst kl. 20:00 hjá Félagsheimili Hrunamanna og sameinumst í bíla. Ekið verður inn á afrétt Hrunamanna að Melrakkaá og þaðan gengið að Búðarárfossi. Þetta er vel jepplingafært. Lagt af stað í gönguna kl. 20:30 við vaðið á Melrakkaá. Létt og þægileg ganga. Áætlaður göngutími er 1,5-2 klst.

3. ferð 7. júní. Miðfell - fjölskylduferð
Lagt af stað kl. 17:00 frá bílastæðinu við þjóðveg nr. 30 skammt frá Hellisholtum og gengið upp að vatni. Öll börn fá glaðning í lok ferðar. Athugið að börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Frítt í sund fyrir göngugarpa eftir göngu. Áætlaður göngutími er 2 klst.

4. ferð 14. júní. Svartárgljúfur - Tungufellsskógur
Mæting við gamla gerðið í Tungufellsdal kl. 20:00. Þaðan er gengið í gegnum ilmandi skóginn í Tungufellsdal og Svartárgljúfur skoðað en í því er mjög fallegur foss. Einnig verður boðið upp á að ganga upp á Tófuhól en þaðan er víðsýnt. Elín Jóna Traustadóttir og Svanur Einarsson í Tungufelli munu leiða gönguna. Létt og auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

5. ferð
21. júní. Óvissuferð frá Bryðjuholti
Lagt af stað frá Bryðjuholti kl. 20:00. Áætlaður göngutími er 2-3 klst. Nánari Heilsuvika Hrunamannahrepps verður dagana 18. – 24. september 2023.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur á facebooksíðunni ,,Gönguferðir í Hrunamannahreppi".

6. ferð 28. júní. Núpstúnskista
Lagt af stað kl. 20:00 frá hlaðinu í Núpstúni. Gengið inn með fjallinu og fikrað sig upp á Núpstúnskistu og gengið fram á Nípuna. Falleg leið og nokkuð
auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

7. og síðasta ferð sumarsins Sunnudaginn 27. ágúst og er Stóru-Laxárgljúfur ganga
Þetta er dagsganga, u.þ.b. 18 km. Ferðin hefst við bæinn Kaldbak. Ekið er inn á afrétt Hrunamanna og gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri StóruLaxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað er við bæinn Kaldbak. Ógleymanleg ganga og er hugsuð sem náttúruskoðun. Athugið að það þarf að panta í þessa ferð í síma 692 3882 / 699 5178 og skráningu þarf að vera lokið ekki síðar en 20. ágúst. Gera þarf ráð fyrir einhverjum kostnaði sem verður auglýstur síðar en hann er fyrir akstri og leiðsögn