Fara í efni

Hótel og gististaðir

Hótel og gististaðir í Hrunamannahreppi


Hótel Flúðir

Á Hótel Flúðum ertu kominn á glæsilegt hótel í dýrðlegri sveit á aðeins um klukkutíma frá borginni. Þú nýtur vinalegrar stemningar á hótelinu og einstakrar náttúrufegurðar allt um kring. Færð þér ferskt grænmeti og með því á veitingastað hótelsins, nýupptekið úr Flúðasveitinni sjálfri sem oft er kölluð vagga grænmetisræktunar á Íslandi. Upplifunin í hótelgarðinum er einstök jafnt sumar sem vetur þegar setið er undir skinnábreiðu við arineldinn eða í heitum potti í kyrrðinni undir dansandi norðurljósum eða rómaðri miðnætursólinni.

Hótel Flúðir
845-Flúðir
Sími: 486 6630
Netfang: fludir@hotelfludir.is
Vefsíða: https://www.hotelfludir.is/