Fara í efni

Hótel og gististaðir

The Hill Hotel - Flúðum.Á The Hill hotel ertu kominn á glæsilegt hótel í dýrðlegri sveit í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Þú nýtur vinalegrar stemningar á hótelinu og einstakrar náttúrufegurðar allt um kring.
Færð þér ferskt grænmeti og með því á veitingastað hótelsins, nýupptekið úr Flúðasveitinni sjálfri sem oft er kölluð vagga grænmetisræktunar á Íslandi.
Upplifunin í hótelgarðinum er einstök jafnt sumar sem vetur þegar setið er undir skinnábreiðu við arineldinn eða í heitum potti í kyrrðinni undir dansandi norðurljósum eða rómaðri miðnætursólinni.

The Hill Hotel  - Flúðum. 
845-Flúðir
Sími: 486 6630

Netfang: bookings@thehillhotel.is
Heimasíða

Gistiheimilið Flúðir-Grund

Gistiheimilið Flúðir er staðsett í hjarta Suðurlands, innan við 100 km frá Reykjavík og nálægt hinum fræga Gullna hring.
Gestir geta slakað á í fallegu og friðsælu umhverfi, kynnst heillandi náttúrunni í kringum Flúðir.
Þar er boðið upp á gæðamat og drykk í notalegu andrúmslofti á notalegu gistiheimili.

Netfang: gamlagrund@simnet.is
Sími: 565-9196
Heimasíða

Grund
845 Flúðir