Hitaveita

Hitaveita Flúða og nágrennis er sjálfstætt fyrirtæki sem Hrunamannahreppur á og starfrækir.
Verkefni hitaveitunnar er að virkja jarðhita og sjá um gerð og rekstur hitaveitu á veitusvæðinu eftir því sem hagkvæmt þykir, reka aðveitur og orkudreifikerfi á starfsvæði sínu og annast sölu á varmaorku til notenda.
Orkuveitusvæði hitaveitunnar er Flúðir og þeir bæir sem aðveituæð hitaveitunnar fer um í Hrunamannahreppi og nágrannasveitum eftir nánara samþykki sveitarstjórnar Hrunamannahrepps og viðkomandi sveitarstjórna og sem ráðherra samþykkir.
Hitaveitan hefur einkarétt til dreifingar og sölu varmaorku til notenda á orkuveitusvæði sínu.
Hitaveita Flúða
845 – Flúðir
Sími: 480 6600 / 892 2084
Hitaveitustjóri er Hannibal Kjartansson
Netfang: hannibal@fludir.is
Hér má sjá samþykktir Hitaveitu Flúða
Notendur veitunnar geta skráð sig inn á Mínar síður
til að nálgast reikninga og skoða álestrasögu.
Einstaklingar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Vegna fyrirtækja þarf að nálgast lykilorð til innskráningar og er það gert með því að senda tölvupóst á eva@fludir.is