Fara í efni

Vatnsveita


Vatnsveita Flúða þjónar byggðinni í þéttbýlinu á Flúðum, nær fjörtíu bæjum í Hrunamannahrepp ásamt bæjunum í Skarði og Reykjatorfunni í Skeiða og Gnúpverjahrepp, einnig um tvöhundruð og þrjátíu sumarbústöðum sem eru vítt og breytt um hreppinn. Vatnsveitan hefur stækkað mikið á undanförnum árum bæði leitt vatn til lögbýla og í sumarhúsahverfi. Byggðin á Flúðum þróaðist í kringum gróðurhúsaræktun og síðan hafa iðnfyrirtæki verið reist og ýmis þjónusta við nágrennið og ferðamenn. 

Hrunamannahreppur rak sennilega sína fyrstu vatnsveitu upp úr árinu 1949 sem lögð var í gamla skólann og sundlaugina. 

Vatnsveita Hrunamannahrepps 

 845 – Flúðir

Sími: 480 6600 / 892 2084

Umsjónarmaður vatnsveitu er Hannibal Kjartansson
Netfang: hannibal@fludir.is

Hér má sjá samþykktir Vatnsveitu Flúða