Fara í efni

Kvenfélagsskógur

Kvenfélagskógur
kvenfélagskógur er mikið notaður í kennslu hjá bæði leikskólanum Undraland og grunnskólanum Flúðaskóla

Hér eru nefnd nokkur dæmi um útikennslu:

  • líffræðikennsla um gróðurfar og fugla
  • fræðsla um trjátegundir skógarins
  • sagaðir drumbar
  • klippt og tálgað
  • ýmis konar sköpun
  • skordýraskoðun
  • mæling trjáa
  • þrautabraut
  • uppsetning fuglahúsa
  • söguð tré
  • eldað við eldstæði
  • hreinsun og almenn tiltekt

Er búið að setja upp skýli og eldstæði sem hægt er að nota til allskonar eldunar, enda eru skólakrakkar að spreyta sig í að baka brauð í heimilisfræði af og til.
búið er að gera góða gönguleið að skóginum frá lækjagarði og er mjög fallegt umhverfi.

Grenitré breytist í ræðupúlt
Fyrstu trjám var plantað í Kvenfélagsskóginn 1950. Enn standa nokkur tré frá þeim tíma og hefur það verið verkefni Flúðaskóla að grisja og hreinsa til í skóginum. Þau tré sem eru felld eru oftar en ekki nýtt til uppbyggingar á aðstöðu til útikennslu. Sem dæmi var 36 ára gamalt grenitré fellt (u.þ.b. 11 metrar) sem gegnir nú hlutverki ræðupúlts og áheyrandabekkja í rjóðri.

Menntaverðlaun Suðurlands
Flúðaskóli hefur verið leiðandi í útikennslu á Íslandi og hefur haldið fjölmörg námskeið um útikennslu fyrir aðra skóla og stofnanir. Verkefnið hefur vakið athygli og árið 2010 hlaut skólinn Menntaverðlaun Suðurlands fyrir verkefnið „Lesið í skóginn með skólum“.

Skógarskýli
LÍS-hópur Flúðaskóla kom með tillögur að skógarskýli sem reisa mætti í eða við útikennslusvæðið og nýta bæði til kennslu og annarrar útiveru fyrir bæði heimamenn og ferðamenn. Trjáskýli, eftir teikningum og hugmyndum Jóhannesar Sigurðssonar, starfsmanns Skógræktar ríkisins, var reist í Gróðrarstöðinni og ber útikennslu Flúðaskóla fagurt vitni.

Peningagjöf Skógræktarfélags Hrunamanna
Skógræktarfélag Hrunamanna færði Flúðaskóla peningagjöf sem nýtt var til kaupa á trébekkjum og borðum smíðuð af Jóhannesi H. Sigurðssyni, bakpoka með ýmsum nauðsynjahlutum og námsbækur til að nota við útikennslu.
Gott samstarf hefur verið við Skógræktarfélagið, Kvenfélagið og Hrunamannahrepp frá upphafi útikennslu í Flúðaskóla.