Fara í efni

Sveitarstjóri

 

Aldís Hafsteinsdóttir er sveitarstjóri Hrunamannahrepps. 

Aldís er fædd í Reykjavík en fluttist rétt rúmlega ársgömul til Hveragerðis þar sem hún ólst upp. Hún er gift Lárusi Inga Friðfinns Bjarnasyni, matreiðslumeistara, og eiga þau þrjú börn saman en fyrir átti Lárus dóttur.  Ömmu og afastrákarnir eru orðnir sjöx talsins á aldrinum 0-10 ára. 

Aldís var bæjarfulltrúi í Hveragerði frá 1996 þar af formaður bæjarráðs 1999-2000, forseti bæjarstjórnar 2000-2002 og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar frá 2006-2022.  Hún var aðalmaður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2007- 2022 og þar af formaður sömu stjórnar frá 2018 - 2022.

Aldís hefur gengt fjölmörgum embættum á sviði sveitarstjórnarmála og byggðamála á Íslandi sem og erlendis auk þess sem hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 
 
 
Netfang Aldísar er aldis@fludir.is

Á frekar aldraðri heimasíðu: www.aldis.is,  má síðan kynnast sveitarstjóranum enn betur.