Sveitarstjórn
Sveitarfélagið Hrunamannahreppur er sjálfstætt stjórnvald, sem er stjórnað af 5 manna sveitarstjórn. Fulltrúar í sveitarstjórn eru kjörnir í lýðræðislegri kosningu að íbúum sveitarfélagsins samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórnar. Skal sveitarstjórn vinna samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 m. síðari breytingum, annarra laga og samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Hrunamannahrepps. 
Sveitarfélagið Hrunamannahreppur annast þau lögmæltu verkefni sem því eru falin í lögum og reglugerðum. Sveitarfélagið Hrunamannahreppur vinnur einnig að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna eftir því sem fært þykir á hverjum tíma. Sveitarfélaginu er heimilt að taka að sér hvert það verkefni sem varðar íbúa þess, enda sé það ekki falið öðrum að lögum. 
Sveitarstjórn heldur fundi tvisvar í hverjum mánuði, fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar klukkan 14:00 í Ráðhúsinu á Flúðum. Sveitarstjórn getur fellt niður reglulega fundi sveitarstjórnar vegna sumarleyfa. Aukafundi skal halda eftir því sem þörf krefur.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps er skipuð eftirtöldum fulltrúum:
Aðalmenn eru: 
Jón Bjarnason (D)  oddviti                   Skipholti,                  jonbjarna@fludir.is
Bjarney Vignisdóttir, (D)                       Auðsholti 2,             bjarney@fludir.is
Herbert Hauksson, (D)                          Unnarholtskoti 2,  herbert@fludir.is
Daði Geir Samúelsson, (L)                   Bryðjuholti,             dadi@fludir.is
Alexandra Rós Jóhannesdóttir, (L)  Kotlaugum 2,         alexandra@fludir.is
Varamenn eru: 
Ragnhildur S. Eyþórsdóttir (D)    ragnhildur@fludir.is
Sigfríð Lárusdóttir (D)                     sigfrid@fludir.is
Elvar Harðarson (D)                         elvar@fludir.is
Halldóra Hjörleifsdóttir (L)            halldora@fludir.is
Arna Þöll Sigmundsdóttir (L)        arna@fludir.is
							
						