Spottaðu Uglu í Lækjargarðinum og í Högnastaðaásnum
14. júní
Spottaðu uglu er sumarleikur VISS í þetta sinn. Komið hefur verið fyrir 10 Uglum í Högnastaðaásnum og í Lækjagarðinum á Flúðum. Nú er tilvalið að fá sér göngutúr og spotta uglur og njóta þessara yndislegu göngustíga sem við eigum hér í sveit.
Í Lækjargarðinum hafa 10 endurvinnslu-uglur komið sér fyrir. Endurvinnslu-uglur eru uglur sem eru búnar til úr allskonar hlutum sem fólk hefur losað sig við. Uglurnar eru búnar til af starfsmönnum VISS á Flúðum sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Í Högnastaðaásnum hafa 10 endurvinnslu-uglur komið sér fyrir. Endurvinnslu-uglur eru uglur sem eru búnar til úr allskonar hlutum sem fólk hefur losað sig við. Uglurnar eru búnar til af starfsmönnum VISS á Flúðum sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu.
Við vonum að þið njótið uglanna jafn mikið og við gerðum við gerð þeirra.