1150 ára afmæli Hrunamannahrepps
Árið 2026 er sérstakt afmælisár í Hrunamannahreppi en þá höldum við 1150 ára afmæli sveitarfélagsins hátíðlegt með dagskrá sem spannar allt árið.
Aðal afmælishátíðin verður haldin verður laugardaginn 20. júní 2026 á Flúðum og sú helgi er afmælishelgi í sveitarfélaginu.
Hrunamannahreppur er eitt af örfáum sveitarfélögum landsins sem aldrei hefur sameinast öðru og sem getið er sem sérstaks svæðis í Landnámu, þegar hér var numið land, „svo vítt sem vötn deila“. Enn í dag afmarkast Hrunamannahreppur af þeim sömu tveimur stórfljótum, Hvítá og Stóru Laxá, sem í upphafi mörkuðu hreppamörkin.
Hrunamenn eru stoltir af sínum uppruna og sveitinni sinni fögru og hafa hug á að halda veglegega uppá 1150 ára afmæli sveitarfélagsins sem með sönnu hefur „alltaf“ verið til.
Takið endilega daginn frá enda gaman að gleðjast saman af góðu tilefni.