Fara í efni

Apótek Suðurlands opnar lyfjaafgreiðslu á Flúðum

Á myndinni má sjá eigendur Apóteks Suðurlands þær Ásrúnu Karlsdóttur, Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur og Guðmundu Þorsteinsdóttur ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra við undirritunina.
Á myndinni má sjá eigendur Apóteks Suðurlands þær Ásrúnu Karlsdóttur, Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur og Guðmundu Þorsteinsdóttur ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra við undirritunina.

Lyfsala verður opnuð á Flúðum við hlið nýrrar heilsugæslu síðar á árinu. Samningur hefur verið undirritaður milli eigenda Apóteks Suðurlands og Hrunamannahrepps um leigu á húsnæðinu að Hrunamannvegi 3 sem er í eigu sveitarfélagsins. Mun opnunartími lyfjaafgreiðslunnar verða sá sami og heilsugæslunnar sem tryggir notendum bestu mögulegu þjónustu. Við undirritunina kom fram mikil ánægja með fyrirhugað samstarf en opnun lyfjaafgreiðslu í uppsveitum Árnessýslu er afar ánægjuleg staðreynd og styrkir enn frekar búsetuskilyrði á svæðinu. Við undirritunina lýstu sveitarstjóri ennfremur yfir sérstakri ánægju með að Apótek Suðurlands sem er sjálfstætt starfandi apótek með rekstur á Selfossi væri tilbúið í verkið en það er í eigu öflugra kvenna af Suðurlandi.

Á myndinni má sjá eigendur Apóteks Suðurlands þær Ásrúnu Karlsdóttur, Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur og Guðmundu Þorsteinsdóttur ásamt Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra við undirritunina.