Fimm leiguíbúðir á Flúðum lausar til umsóknar.
04. júlí
Nýjar leiguíbúðir á Flúðum eru nú lausar til umsóknar. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér auglýsinguna sem er hér meðfylgjandi.
Íbúðirnar sem byggðar eru af Bjargi íbúðafélagi með aðkomu sveitarfélgsins í formi stofnframlags eru í fimm íbúða raðhúsi við Loðmundartang.
Íbúðirnar eru 93,4 - 95,6 m² og má þar finna anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús/geymslu og alrými með eldhúsi. Gæludýrahald er heimilt í íbúðunum.
Íbúðirnar afhendast fullinnréttaðar og með frágenginni lóð, bílastæði og tilheyrandi geymslum á lóð.
Sveitarstjóri