Mikilvægt er að hafa reykskynjara í öllum rýmum heimilisins, s.s. herbergjum, stofu og gangi, þar sem í dag eru flest heimili með rafmagnstæki í öllum rýmum og því nauðsynlegt að tryggja öryggi heimilisins með reykskynjurum. Reykskynjarar þurfa að vera rétt uppsettir, yfirfarnir reglulega og virkni þeirra prófuð. Lykilatriði er að endurnýja rafhlöðu í þeim reglulegu með tilliti til tegundar og endingu rafhlaðna. Allir reykskynjarar eiga að vera CE-merktir svo þeir séu löglegir.
HMS, ásamt Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, standa að degi reykskynjarans hérlendis á hverju ári. Hér að neðan má sjá myndband sem búið var til í tilefni dagsins þar sem Björnis brunabangsi fer í heimsókn á tvö heimili, til Boga Ágústssonar og Sögu Garðarsdóttur, þar sem hann fer yfir brunavarnir heimilisins
Þetta litla öryggistæki er fullkomið í jólapakkann í ár.
Nánari fróðleik um brunavarnir heimila má finna á Vertu eldklár